Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi, 21. apríl 2015

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi þriðjudaginn  21. apríl kl. 17:00, í fundarherbergi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Kommendörsgatan 35 á Östermalm (T-bana Karlavägen). Boðið verður uppá kaffi og köku.

Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að ferskir og öflugir kraftar bjóði sig fram í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi og upplýsingaþjónustu þeirri, sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Solveig Edda Cosser, Kristín Rannveig Snorradóttir, Guðríður Margrét Kristjánsdóttir og Dögg Gunnarsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa en óskum við gjarnan eftir ferskum og kraftmiklum einstaklingum til starfa næsta stjórnarár.

 Ef ÞÚ finnur kallið er ekki eftir neinu að bíða!

Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá)islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður.

Aðalfundur og Fjölskyldusamvera

Kæru félagar!

hamar Eins og áður hafði verið auglýst verður aðalfundur félagsins haldinn 24. apríl n.k. Þar sem sendiráð Íslands er lokað þennan dag verður fundurinn haldinn á Scandic Grand Central hótelinu á Kungsgatan 70, 111 20 Stockholm. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður haldinn á barsvæðinu fyrir innan Teaterbrasseriet á jarðhæðinni.

Hvetjum við við alla sem áhuga hafa á félagsstörfunum að mæta á fundinn, eða hafa samband á info (at) islendingafelagid.se

Vonumst til að sjá sem flesta.

+++++++++++++

26. apríl

Við viljum nota tækifærið til að minna á að síðasta fjölskyldusamveran á þessari önn sem séra Ágúst stýrir verður haldin laugardaginn 26. apríl.

kirkjanKirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í Djurgårdskyrkan laugardaginn 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Hressing, kaffi og spjall eftir helgistundina.

Umsjón hafa Ágúst Einarsson prestur og Brynja Guðmundsdóttir píanóleikari í samvinnu við stjórn Íslendingafélagsins.

Djurgårdskyrkan er á Djurgårdsvägen 74, Södra Djurgården. Kirkjan er við hliðina á inngangi að Gröna Lund.

Verið velkomin!

Stjórnin

Ný stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi

Ný stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi var kjörin á auka-aðalfundi þ. 18. febrúar 2013 og er eftirfarandi:

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður
Margrét Rós Sigurjónsdóttir, varaformaður
Solveig Cosser, ritari
Anna Rósa Pálmarsdóttir, gjaldkeri
Elín Margrét Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Lára Dögg Gústafsdóttir, meðstjórnandi
Óskar Friðbjarnarson, meðstjórnandi
Jón Árnason, meðstjórnandi
Helgi Örn Helgason, meðstjórnandi

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf.