Bjórkvöld 6. september

Íslendingafélagið stendur fyrir bjórkvöldi á morgun, föstudaginn 6. september kl. 20:00. Að þessu sinni verður kvöldið haldið á Zócalo á Klarabergsgatan 29 við Sergeltorg. Á staðnum er bar og eru til sölu ýmsar tegundir af bjór ásamt úrvali af kokteilum og öðrum drykkjum. Staðurinn er í eigu íslendinga og verður opinn til kl. 23. Vonumst við til að sjá sem flesta.

Stjórnin

17. júní fagnaður – BREYTING

Kæru íslendingar í Stokkhólmi,

Til stóð að halda 17. júní skemmtun á sunnudaginn n.k. Nú gerir veðurspáin ráð fyrir rigningu á sunnudaginn en sól og blíðviðri á laugardaginn. Þó að fyrirvarinn sé stuttur þá höfum við tekið þá ákvörðun að flytja skemmtunina yfir á laugardaginn 15. júní kl. 14:00 og vonumst við til þess að sem flestir hafi tök á því að mæta þá. Íslenski fáninn

Dagskráin verður eins og áður hafði verið auglýst:

Eins og undanfarin ár munum við hittast fyrir neðan kopartjöldin í Hagaparken og mælum við með því að allir taki með teppi til að sitja á.

Við verðum með andlitsmálningu fyrir börnin, förum í leiki og höfum það gaman saman í samveru annarra Íslendinga. Einnig verðum við með happdrætti þar sem skemmtilegir vinningar verða í boði.

Við verðum með grill á staðnum og verðum með SS pylsur og drykki til sölu á góðu verði og til styrktar félaginu. Biðjum við ykkur endilega um að koma með skiptimynt fyrir pylsunum.

Verðlisti:

SS pylsa með meðlæti: 10 kr.
Djúsferna: 5 kr.
Íslenski fáninn: 5 kr.
Happdrættismiði: 10 kr.

Nú þegar undirbúningur fyrir daginn stendur sem hæst viljum minna aftur á að lækkuð félagsgjöld eru 100 kr. fyrir einstaklinga og 150 kr. fyrir fjölskyldu. Hægt er að greiða inn á PlusGirot reikning félagsins 403935-0. Einnig verðum við með söfnunarbauk á staðnum þar sem hægt verður að greiða félagsgjöldin í reiðufé.

Vonumst við til þess að sem flestir sýni breyttri dagsetningu skilning. Við höfum metið það svo að von sé á fleiri þátttakendum í góða veðrinu á laugardaginn heldur en ef við reynum að flytja skemmtunina innanhús á sunnudeginum.

Sjáumst í þjóðhátíðarskapi á morgun

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Hitta till Koppartälten i Hagaparken:
http://www.koppartalten.se/se/kontakt-5277471

 

17. júní fagnaður Íslendingafélagsins í Stokkhólmi

Kæru Íslendingar í Stokkhólmi, Íslenski fáninn

Áformað er að halda 17. júní fagnað fyrir Íslendinga í Stokkhólmi sunnudaginn 16. júní kl. 14:00.

Eins og undanfarin ár munum við hittast fyrir neðan kopartjöldin í Hagaparken og mælum við með því að allir taki með teppi til að sitja á.

Við fáum m.a. heimsókn frá Skólahljómsveit Austurbæjar, verðum með andlitsmálningu fyrir börnin, förum í leiki og höfum það gaman saman í samveru annarra Íslendinga. Einnig verðum við með happdrætti þar sem mögulegt verður að vinna litla vinninga.

Við verðum með grill á staðnum og verðum með SS pylsur og drykki til sölu á góðu verði og til styrktar félaginu.

Með sumarkveðju,

Stjórnin