Vordagskrá 2015

 • 31. janúar – Prjónakaffi kl. 11 á Espressohouse á Norrlandsgatan
 • 5. febrúar – AfterWork á Nordic Light Hotel, frá 17 – 20.
 • 8. febrúar – Skautahittingur kl. 12 í Vasaparken.
 • 21. febrúar – Kirkjuskóli og kaffistund kl. 11 í St. Olaus Petri Kyrka
 • 28. febrúar – Prjónakaffi kl. 11 á Espressohouse á Norrlandsgatan
 • 21. mars – Kirkjuskóli og kaffistund kl. 11 í St. Olaus Petri Kyrka
 • 28. mars – Prjónakaffi kl. 11 á Espressohouse á Norrlandsgatan
 • 18. apríl – Prjónakaffi kl. 11 á Espressohouse á Norrlandsgatan
 • 21. apríl – Aðalfundur Íslendingafélagsins. Staðsetning og tími tilkynnt síðar
 • 25. apríl – Kirkjuskóli og kaffistund kl. 11 í St. Olaus Petri Kyrka
 • 17. maí – Vorhittingur. Staðsetning og tími tilkynnt síðar
 • 14. júní – 17. júní fagnaður Íslendingafélagsins í Hagaparken.

Við hvetjum alla til að skoða Facebook síðu félagsins – Íslendingar í Stokkhólmi þar sem settar eru inn áminningar um viðburði og frekar upplýsingar eru veittar, ásamt mögulegum breytingum.

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Jólaball Íslendingafélagsins 2014

Jólaball Íslendingafélagsins verður haldið í safnaðarheimil Danderydskirkju, Angatyrvägen 39, Djursholm, sunnudaginn 7. desember kl. 14. xmas

Jólaballið verður með hefðbundnum hætti með dansi í kringum jólatréð, söng og jafnvel sveinkaheimsókn frá Íslandi! Að dansi loknum verður kaffihlaðborð í pálínustíl; allir gestir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér eitthvað girnilegt framlag á hlaðborðið. Íslendingafélagið mun bjóða upp á drykkjarföng, brauð og létt álegg.

Til að standa undir kostnaði við salarleiguna mun verða hófstillt gjald inn á ballið, 150 sek fyrir fjölskyldu/ 50 kr fyrir einstakling. Minnum við ykkur sérstaklega á að koma með reiðufé. Happdrættismiði verður innifalin í verðinu fyrir hverja fjölskyldu og verður happdrættið haldið í lok ballsins.

Foreldrar athugið! Til að auðvelda það að sveinki gefi hverju barni gjöf sem hentar má koma með lítinn pakka kyrfilega merktum því barni sem á að fá pakkann. Í fatahenginu við innganginn á kirkjunni verður poki sveinka staðsettur þar til ballið hefst og þangað verður hægt að lauma pökkunum svo lítið beri á. bells

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.
Kveðjur,
Stjórn íslendingafélagsins