Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir.

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið frá öllu landinu vegna þess að við hittumst tvisvar sinnum á fermingarmóti og þar fer mestur hluti kennslunnar fram. Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 26.-28. sept. 2014. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg um hádegi á föstudegi. Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Það koma einnig unglingar frá Noregi og Danmörku. Undanfarin ár höfum við verið með um 60 unglinga samtals og 15 fullorðna sem hafa umsjón með hópnum.

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, helgina 8 – 10. maí 2015. Síðan er valfrjálst hvort fermingarathöfnin fari fram í Svíþjóð eða heima á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst. Vinsamlega hafið samband á kirkjan@telia.com og þá fáið þið skráningarblað sent. Einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 0702863969.

Bestu kveðjur,
Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð

 

17. júní fagnaður

Kæru Íslendingar í Stokkhólmi,

Áformað er að halda 17. júní fagnað fyrir Íslendinga í Stokkhólmi sunnudaginn 15. júní kl. 14:00.

Eins og undanfarin ár munum við hittast fyrir neðan kopartjöldin í Hagaparken og mælum við með því að allir taki með teppi til að sitja á.

Við verðum með andlitsmálningu fyrir börnin, förum í leiki og höfum það gaman saman í samveru annarra Íslendinga. Við verðum við með happdrætti þar sem vinningar verða m.a. íslenskt lambalæri og sælgæti. Íslenski fáninn

Við verðum með grill á staðnum og verðum með SS pylsur og drykki til sölu á góðu verði og til styrktar félaginu.

Með sumarkveðju, Stjórnin

Aðalfundur og Fjölskyldusamvera

Kæru félagar!

hamar Eins og áður hafði verið auglýst verður aðalfundur félagsins haldinn 24. apríl n.k. Þar sem sendiráð Íslands er lokað þennan dag verður fundurinn haldinn á Scandic Grand Central hótelinu á Kungsgatan 70, 111 20 Stockholm. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður haldinn á barsvæðinu fyrir innan Teaterbrasseriet á jarðhæðinni.

Hvetjum við við alla sem áhuga hafa á félagsstörfunum að mæta á fundinn, eða hafa samband á info (at) islendingafelagid.se

Vonumst til að sjá sem flesta.

+++++++++++++

26. apríl

Við viljum nota tækifærið til að minna á að síðasta fjölskyldusamveran á þessari önn sem séra Ágúst stýrir verður haldin laugardaginn 26. apríl.

kirkjanKirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í Djurgårdskyrkan laugardaginn 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Hressing, kaffi og spjall eftir helgistundina.

Umsjón hafa Ágúst Einarsson prestur og Brynja Guðmundsdóttir píanóleikari í samvinnu við stjórn Íslendingafélagsins.

Djurgårdskyrkan er á Djurgårdsvägen 74, Södra Djurgården. Kirkjan er við hliðina á inngangi að Gröna Lund.

Verið velkomin!

Stjórnin