Jólaball Íslendingafélagsins 2014

Jólaball Íslendingafélagsins verður haldið í safnaðarheimil Danderydskirkju, Angatyrvägen 39, Djursholm, sunnudaginn 7. desember kl. 14. xmas

Jólaballið verður með hefðbundnum hætti með dansi í kringum jólatréð, söng og jafnvel sveinkaheimsókn frá Íslandi! Að dansi loknum verður kaffihlaðborð í pálínustíl; allir gestir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér eitthvað girnilegt framlag á hlaðborðið. Íslendingafélagið mun bjóða upp á drykkjarföng, brauð og létt álegg.

Til að standa undir kostnaði við salarleiguna mun verða hófstillt gjald inn á ballið, 150 sek fyrir fjölskyldu/ 50 kr fyrir einstakling. Minnum við ykkur sérstaklega á að koma með reiðufé. Happdrættismiði verður innifalin í verðinu fyrir hverja fjölskyldu og verður happdrættið haldið í lok ballsins.

Foreldrar athugið! Til að auðvelda það að sveinki gefi hverju barni gjöf sem hentar má koma með lítinn pakka kyrfilega merktum því barni sem á að fá pakkann. Í fatahenginu við innganginn á kirkjunni verður poki sveinka staðsettur þar til ballið hefst og þangað verður hægt að lauma pökkunum svo lítið beri á. bells

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.
Kveðjur,
Stjórn íslendingafélagsins

 

Hrekkjavökuball og kór

Hrekkjavökuball

Stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi auglýsir hér með að Hrekkjavökuball verður haldið í safnaðarheimili Flemingsbergskirkju í Huddinge. halloween

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá þar bæði litlar og stórar vampýrur, nornir, varúlfa og önnur furðufyrirbæri.
Við hvetjum að sjálfsögðu pabba og mömmu til að mæta líka uppáklædd, amk með hatt eða grímu svona uppá stemmninguna!

Við munum dansa saman og hafa það gaman.

Staður og stund: Laugardagurinn 18. október, kl. 15-17, Flemingsbergs Församling, Diagnosvägen 14-16, Flemingsberg/Huddinge.

Næg bílastæði eru á staðnum og einnig auðvelt að komast með almenningssamgöngum.

Miðaverð er 100 SEK fyrir fjölskyldu.

Viljum við endilega hvetja ykkur til að koma með veitingar á borðið í Pálínustíl.

Hlökkum til að sjá ykkur


Íslenski kórinn í Stokkhólmi

kór Í byrjun hausts tók Íslenski kórinn í Stokkhólmi til starfa. Æfingar eru haldnar á þriðjudögum kl. 18-20 í Bagarmossens Kyrka, 128 45 Stockholm. Fyrir þá sem hafa áhuga að mæta er ykkur bent á að skrá ykkur í Facebook hópinn “Íslenski kórinn í Stokkhólmi” þar sem tilkynningar eru birtar og hægt er að hafa samband við aðra kórmeðlimi.

Upplýsingar um dagskrá haustið 2014

Sæl Íslendingar,

Vonum að sem flestir hafi notið veðurblíðunnar hér í Svíþjóð í sumar.

Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir starf Íslendingafélagsins í haust.
Dagskrá haustsins hefst á barnahittingi við 4H gården í Huvudsta, Solna . Við endurtökum Halloween ballið sem vakti gríðarlega mikla lukku síðasta haust og höldum að sjálfsögðu í hefðina með því að byrja desember á jólaballinu. Við höldum áfram samstarfi okkar við Íslensku kirkjuna í Svíþjóð með kirkjuskóla í október og nóvember og fáum þá heimsókn frá séra Ágústi, prestinum okkar frá Gautaborg. Mikil ánægja var með prjónakaffið síðasta vetur og verða því mánaðarleg prjónakaffi á dagskránni.

Við vonumst til að sjá sem flesta með okkur í vetur.

Ef þið hafið ábendingar/ athugasemdir þá biðjum við ykkur um að hafa samband á info [hjá] islendingafelagid.se

Einnig viljum við benda á Facebooksíðu félagsins, Íslendingar í Stokkhólmi, sem og heimasíðu félagsins, www.islendingafelagid.se

Vinsamlegast athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá haustið 2014

Haustkveðjur,
stjórnin