Aðalfundur og Fjölskyldusamvera

Kæru félagar!

hamar Eins og áður hafði verið auglýst verður aðalfundur félagsins haldinn 24. apríl n.k. Þar sem sendiráð Íslands er lokað þennan dag verður fundurinn haldinn á Scandic Grand Central hótelinu á Kungsgatan 70, 111 20 Stockholm. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður haldinn á barsvæðinu fyrir innan Teaterbrasseriet á jarðhæðinni.

Hvetjum við við alla sem áhuga hafa á félagsstörfunum að mæta á fundinn, eða hafa samband á info (at) islendingafelagid.se

Vonumst til að sjá sem flesta.

+++++++++++++

26. apríl

Við viljum nota tækifærið til að minna á að síðasta fjölskyldusamveran á þessari önn sem séra Ágúst stýrir verður haldin laugardaginn 26. apríl.

kirkjanKirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í Djurgårdskyrkan laugardaginn 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Hressing, kaffi og spjall eftir helgistundina.

Umsjón hafa Ágúst Einarsson prestur og Brynja Guðmundsdóttir píanóleikari í samvinnu við stjórn Íslendingafélagsins.

Djurgårdskyrkan er á Djurgårdsvägen 74, Södra Djurgården. Kirkjan er við hliðina á inngangi að Gröna Lund.

Verið velkomin!

Stjórnin

Um dagskrá Íslendingafélagsins

Sælir allir Íslendingar,

Við viljum byrja á að þakka fyrir skemmtilegt haust með barnahittingum, prjónahittingum og halloween- og jólaböllunum sem vöktu mikla lukku. Í byrjun febrúar hófum við vorstarfið með prjónahittingi þar sem nokkrar íslenskar konur mættu með prjónana og góða skapið. Hér að neðan má svo sjá dagskrána fyrir vorið 2014.

  • 8. mars – Fjölskyldumessa – Séra Ágúst kemur frá Gautaborg til að halda fjölskyldumessu fyrir Íslendinga í Stokkhólmi. Kl. 11 en staðsetningin verður auglýst fljótlega.
  • 15. mars – Prjónahittingur á Espressohouse á Birger Jarlsgatan.
  • 5. apríl – Fjölskyldumessa.
  • 23. apríl – Aðalfundur, staðsetning auglýst síðar. 26. apríl – Fjölskyldumessa.
  • 3. maí – Prjónahittingur á Espressohouse á Birger Jarlsgatan.
  • 24. maí – Barnahittingur úti – staðsetning auglýst síðar.
  • 15. júní – Þjóðhátíðarskemmtun

Vinsamlegast athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist okkur varðandi það hvort þorrablót/árshátíð verði haldin núna á vormánuðum. Eftir miklar vangaveltur og umræður höfum við tekið þá ákvörðun að ekki sé tímabært fyrir okkur að standa að svo stórum viðburði núna. Stefnum við að því að halda skemmtun í haust í staðinn. Ástæðurnar fyrir þessu er margþættar en vegur fjárhagsstaða félagsins og staða stjórnarinnar þar mest. Frá því að núverandi stjórn tók við félaginu fyrir ári síðan höfum við unnið að því að byggja upp starfið og styrkja fjárhagsstöðu félagsins, sem enn er ekki nægilega sterk til að geta staðið undir kostnaðarsamri skemmtun. Stjórnarmenn stýra félaginu í frítíma sínum og er staðan sú að nú eiga tvær í stjórninni von á barni á næstu mánuðum. Góð skipulagning á svona stórum viðburði krefst mikillar vinnu og getum við ekki ábyrgst það að geta sinnt því sem skildi eins og staðan er núna. Vonumst við til þess að allir skilji þessa afstöðu okkar og taki vel í þá ákvörðun að halda skemmtun á haustmánuðum, enda kominn tími á slíka skemmtun fyrir Íslendinga í Stokkhólmi!

Viljum við benda ykkur á Facebook síðu Íslendinga í Stokkhólmi þar sem við m.a. birtum áminningar fyrir viðburði og bætum við nauðsynlegum upplýsingum.

Endilega hafið samband við stjórnina á info@isledingafelagid.se ef þið hafið einhverjar ábendingar/athugasemdir.

Stjórnin

Jólaball Íslendingafélagsins 2013

Jólaball Íslendingafélagsins verður haldið í safnaðarheimil Danderydskirkju, Angatyrvägen 39, Djursholm, sunnudaginn 8. desember nk. kl. 14.

xmasJólaballið verður með hefðbundnum hætti með dansi í kringum jólatréð, söng og jafnvel sveinkaheimsókn frá Íslandi! Að dansi loknum verður kaffihlaðborð í pálínustíl; allir gestir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér eitthvað girnilegt framlag á hlaðborðið. Íslendingafélagið mun bjóða upp á drykkjarföng, brauð og létt álegg.

Við verðum einnig með happdrættismiða á vægu verði og verða vinningarnir í þjóðlegri kantinum, m.a. í boði Íslandsfisks. Til að standa undir kostnaði við salinn mun verða hófstillt gjald inn á ballið, 150 sek fyrir fjölskyldu/ 50 kr fyrir einstakling. Minnum við ykkur sérstaklega á að koma með reiðufé.

Foreldrar athugið ! Til að auðvelda það að sveinki gefi hverju barni gjöf sem hentar má koma með lítinn pakka kyrfilega merktum því barni sem á að fá pakkann. Í fatahenginu við innganginn á kirkjunni verður poki sveinka staðsettur þar til ballið hefst og þangað verður hægt að lauma pökkunum svo lítið beri á.

bellsHlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.
Kveðjur,
Stjórn íslendingafélagsins