Dagskrá 2009

Desember 2009

5. desember – Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30.
20. desember – Hátíðarmessa og jólaball í norsku kirkjunni.

Nóvember 2009

Fyrsti laugardagur mánaðarins: Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30.
7. nóvember – Hrekkjarvökudansleikur í safnaðarheimili Danderyd kirkju.
19. nóvember – Bjórkvöld á Bishops Arms, Vasagatan 7.
21. nóvember – barnastarf og kirkjuskóli í norsku kirkjunni.

Október 2009

Fyrsti laugardagur mánaðarins: Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30.
7. október – leikhúsferð á Cellofan, í Maxims Teater. Íslenskt stykki í sænskum búningi.
11. október – barnastarf, kirkjuskóli og fjölskyldusamvera í norsku kirkjunni.
23. október – Sigtryggur Baldursson og kátir kappar í slagverkshópnum Parabóla leika í Kulturhuset í Stokkhólmi.

September 2009

Fyrsti laugardagur mánaðarins: Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30.
Barnastarf.

Júní 2009

6. júní – Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30
13. júní – Hátíðarhöld í tilefni 17. Júní.

Maí 2009

2. maí – Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30
16. maí – barnastarf úti í guðsgrænni náttúrunni, hist á leikvelli og sprellað saman, nánar auglýst síðar.

Apríl 2009

4. apríl – Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30
18. apríl – barnastarf og kirkjuskóli í safnaðarheimili Dandeyrd kirkju kl. 15.
26. apríl – Vorferð barnanna á bóndabæ í Åkersberga; klappa lömbum, kálfum og kisum og kynnast sveitalífinu.

Mars 2009

Bjórkvöld í tilefni 20 ára afmælis bjórsins á Íslandi. Dagsetning, tími og staður tilkynntur síðar.
7. mars – Prjónakaffi á Café Noco kl. 10.30
7. mars – Stórglæsileg árshátíð með þorraívafi, nánar auglýst fljótlega. Athugið að þeir sem hafa borgað félagsgjöldin fyrir árið 2009 fá veglegan afslátt inn á hátíðina.
21. mars – barnastarf og kirkjuskóli í safnaðarheimili Danderyd kirkju kl. 15 (húsið opnar 14.30)
28. mars – Stofnfundur menningarklúbbs (kl. 11 á Café NoCo), sem mun m.a. halda utan um leshring – vín- og bjórsmökkun og hvetja til tónleikasóknar landans sem og vekja áhuga á ýmsum menningaratburðum sem í boði eru á Stokkhómssvæðinu. Starfið verður auglýst nánar síðar. Áhugasamir geta haft samband við Ólaf Sveinsson í síma 08-655 48 30 eða Einar Sveinbjörnsson í síma 08-530 341 73.

Febrúar 2009

7. febrúar – Aðalstjórnarfundur Íslendingafélagsins á Café Noco kl. 10 og í kjölfarið á því…
Prjónakaffi á Café Noco kl. 11
28. febrúar – barnastarf og kirkjuskóli í safnaðarheimili Danderyd kirkju kl. 15 (húsið opnar 14.30)

Janúar 2009

Annar laugardagur í janúar; prjónakaffi á Café Noco kl. 11.

Warning: Division by zero in /customers/f/d/8/islendingafelagid.se/httpd.www/wp-includes/comment-template.php on line 1338

5 reaktion på “Dagskrá 2009

 1. Ég heiti Kristín Lilja og er að sjá um skipulagninu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2009. Okkar markmið er að fá sem flesta staði erlendis til þess að sjá halda Kvennahlaup. Hlaupið hér fer fram 20.júní 2009 og langaði mig að athuga hvort Íslendingafélagið í Stokkhólmi hefði áhuga á að standa fyrir Kvennahlaupi? Hlaupið þarf ekki að vera 20.júní, það getur t.d. verið í tengslum við 17.júní hátíðarhöld eða annað. Þið mynduð fá boli og verðlaunapeninga eins og er á Íslandi:)

  Endilega hafið samband sem fyrst ef þið hafið áhuga, ég fann ekkert netfang til að senda á þannig að ég ákvað að skrifa þetta í comment gluggan.

  Kveðja Kristín Lilja

 2. Leita eftir fjölskyldu sem vill skipta um íbúð 15 -30 júlí. Erum með parhús i Kópavogi. skipti á bíl kæmi einnig til greina.
  kveðja
  Þórdís

 3. Góðan daginn allir Íslendingar í Stokkhólmi!

  Langar bara til að segja ykkur frá systurdóttir minni( fædd og alin upp í Svíþjóð)sem er að byrja að vinna sem hárgreiðslukona á Karlaplan, Narvavägen 23A. Hún er með 50% afslátt í viku 28 ( fyrsta vikan hennar í nýrri vinnu) og síðan verður hún með 30% afslátt í júlí og ágúst. Hún skilur íslensku ágætlega og talar líka svolítið!

  Ef þið þurfið klippingu hringið þá í Malin Blomkvist í síma 0703332530 og pantið tíma!

  Kveðja, Jóhanna

 4. Okkur vantar íslenskukennara fyrir börnin í Huddinge kommun!

  Thad er til hópur af börnum en kommunen hefur ekki fundid kennara. Ef thú gaetir tekid verkefnid ad thér, hafdu samband vid Leif Gustafsson, modersmålsexpeditionen, sími: 08-535 306 61. http://www.huddinge.se/modersmal

  Jónína Gísladóttir
  (mamma barna sem vilja fá íslenskukenslu)

 5. Hey i would like someone to pracise my icelandic with i live in sweden but its hard to find someone to talk to. Lokking for a skype friend to chatt with anyone out there

Kommentarer inaktiverade.