Kirkjukór Grafarvogskirkju kemur til Stokkhólms í lok september

Kór Grafarvogskirkju mun halda tvenna tónleika í Stokkhólmi:  í Katarinakyrka á Södermalm
kl. 19:00 laugardaginn þann 29. september og í Nacka Kyrka ( í Finntorp )
daginn eftir, sunnudaginn 30. september kl. 18:00.   Á síðari tónleikunum
kemur einnig fram Nacka Ungdomskör, undir stjórn Gunilla Werner og Daniel
Möller.    Fyrr þann daginn mun kórinn einnig syngja við messu í Nacka
kyrka kl. 11:00.   Þar predika og þjóna fyrir altari, prestarnir Guðni
Agnarsson ( prestur í Nacka församling ) og sr. Guðrún Karls Helgudóttir
( prestur í Grafarvogskirkju ).

Stjórnandi Kirkjukórs Grafarvogskirkju er Hákon Leifsson.  Undirleikari hjá
kórnum er Hilmar Örn Agnarsson.