Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 2016

Ágætu Íslendingar í Stokkhólmi!

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi mánudaginn 23. maí 2016 kl. 17:00, í embættisbústað sendiherra Íslands, Strandvägen 15, 114 56 Stokkhólmi.
Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að að á meðal ykkar leynist ferskir og öflugir kraftar sem hafa áhuga á að vera með í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi þess og upplýsingaþjónustu þeirri sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Hafir þúhamar áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá) islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Dögg Gunnarsdóttir formaður.