Haustdagskrá 2015

Sælir
Íslendingar,

Eftir góða byrjun
á starfinu í haust með fjölmennum barnahittingi um miðjan september með rúmlega
80 þátttakendum, skemmtilegri sveppatínsluferð og fjölmennu bjórkvöldi, kemur
loksins dagskráin fyrir aðra viðburði haustsins.

Haustdagskrá
Íslendingafélagsins í Stokkhólmi árið 2015

10. október – Sunnudagaskóli kl. 12
á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

17. október – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

14. nóvember – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

21. nóvember – Sunnudagaskóli kl. 12 á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

26. desember – Jólaball kl. 14:00 í Danderydskyrkan

Við hvetjum alla til að skoða facebook síðu félagsins – Íslendingar í Stokkhólmi þar sem settar eru inn áminningar um
viðburði og frekar upplýsingar eru veittar, ásamt mögulegum breytingum. Einnig
bendum við ykkur á skrá ykkur á póstlista félagsins en við sendum út áminningar
um viðburði og gagnlegar upplýsingar.

Einnig hvetjum við þá sem áhuga hafa á félagsstörfunum að hafa samband við
okkur. Nýjar og ferskar hugmyndir eru ávalt velkomnar og margar hendur vinna
létt verk J

Ný bloggsíða félagsins er http://islendingafelag.blogspot.se/
þar sem við munum birta upplýsingar um dagskrána, auglýsingar um viðburði og
annað gagnlegt.

Bestu kveðjur,

Stjórnin