17. Júní fögnuður þann 14. Júní

Þá styttist í þjóðhátíðarfögnuð Íslendingafélagsins þann 14. júní 2015!

Í ár fögnum við í fallegu Edsviken í Sollentuna. Sjá nánar um staðsetningu hér: http://www.edsvik.se/ Þar eru næg ókeypis bílastæði fyrir þá sem koma með bíl og einnig er auðvelt aðgengi með almenningssamgöngum, sjá nánar hér: HITTA TILL EDSVIKÍslenski fáninn

Við byrjum á skrúðgöngu kl 14:00 (við verðum með fána svo þið finnið okkur) gaman ef þið gætuð tekið með trommur, potta, skeiðar eða annað sniðugt. Við munum ganga saman frá Oxstallet og niður að flötinni þar sem hátíðarhöldin fara fram. Þá mun lítill nýstofnaður krakkasönghópur syngja þrjú lög.

Það verður andlitsmálning á staðnum og við seljum grillaðar SS pylsum, fána og íslenskt sælgæti (munið reiðufé). Við hvetjum alla til að taka með drykki en verðum einnig með drykki til sölu. Á staðnum er einnig veitingasala og aðstaða til að borða nesti inni fyrir þá sem vilja það.

Við höfðum hugsað okkur að fara í gömlu íslensku leikina (hlaup í skarðið, inn og út um gluggann, fram fram fylking…).

Rúsínan í pylsuendanum er víðavangshlaup þar sem keppt verður í 3 aldurflokkum (frá 5 ára) bæði í stúlkna og drengjaflokki.

Hlaðið nú picknick körfuna með kaffi, teppi og góðgæti og gerið ykkur glaðan dag með okkur kæru landar 🙂

Hvenær: 14. júní kl. 14:00

Hvar: Edsviken í Sollentuna http://www.edsvik.se/

Taka með: Reiðufé, teppi, picknick körfu

Endilega fylgist einnig með á Facebook – 17. júní fagnaður Íslendingafélagsins til að frá frekari upplýsingar og fylgjast með

Sjáumst öll sem eitt
Stjórnin