Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi, 21. apríl 2015

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi þriðjudaginn  21. apríl kl. 17:00, í fundarherbergi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Kommendörsgatan 35 á Östermalm (T-bana Karlavägen). Boðið verður uppá kaffi og köku.

Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að ferskir og öflugir kraftar bjóði sig fram í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi og upplýsingaþjónustu þeirri, sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Solveig Edda Cosser, Kristín Rannveig Snorradóttir, Guðríður Margrét Kristjánsdóttir og Dögg Gunnarsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa en óskum við gjarnan eftir ferskum og kraftmiklum einstaklingum til starfa næsta stjórnarár.

 Ef ÞÚ finnur kallið er ekki eftir neinu að bíða!

Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá)islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður.