Tilkynning frá fráfarandi stjórn

Tilkynning frá fráfarandi stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi:

Því miður er komin sú staða enn á ný að vegna lítils framboðs í stjórn er félagið stjórnlaust þar til annað kemur í ljós. Á félagsfund komu 3 félagsmenn. Hlægilega lítið miðað við aðalfund félags sem telur 6-700 Íslendinga í Stokkhólmsborg. Meðan stjórnlaust er verður félagið rekið langt undir hraðatakmörkum og ekki verður hægt að ganga útfrá því að atburðir (reglulegir eða óreglulegir), upplýsingaþjónusta og annað slíkt verið sinnt.
Við vonumst að sjálfsögðu til að atorkumiklir einstaklingar sjái sóma sinn í að halda uppi rekstri félagi allra landsmanna búsettum í Stokkhólmi. Áhugasamir geta hvenær sem er nálgast fráfarandi formenn (Bergljót Björk eða Katrin Snaeholm Baldursdottir) í gegnum Facebook-hópinn Íslendingar í Stokkhôlmi eða í gegnum mail heimasíðunnar, og fengið þar ráðleggingar, hvatningar og aðstoð við að hóa í fund og skipa nýja stjórn.

Fráfarandi stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi.