Þorrabót í Stokkhólmi 2013

Tilkynning : Fyrirhuguðu þorrablóti Íslendingafélagsins þann 9. febrúar er aflýst vegna lélegrar þáttöku, þeir sem þegar hafa greitt miða vinsamlegast sendið mail til info (hjá) princepalace.se með bankaupplýsingum og nafni svo hægt verði að endurgreiða.

Stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi

Þorrablót íslendingafélagsins í Stokkhólmi verður með hefðbundnum hætti laugardaginn 9. febrúar kl 18.00.
Gestgjafar þorrablótsins Gullý og Siggi í Prince Palace (sjá nánar um staðsetningu hér fyrir neðan) munu sjá um veitingar af sinni alkunnu snilld í hinum gullfallega sal í Prince Palace og að sjálfsögðu verður al-íslenskur matur að hætti Þorra, eitthvað fyrir alla bæði súrt og gott.

Veislustjóri er hinn landsfrægi skemmtikraftur Ómar Ragnarsson ásamt Hauki Heiðari
Um músíkina, dansinn og fjörið sér dansband frá Gautaborg skipað íslenskum stuðboltum.
Veglegt happadrætti verður í boði eins og venjulega með glæsilegum vinningum. Munið að hafa reiðufé í lausu til að taka þátt.

Miðaverð 450 sek fyrir félagsmenn, 550 sek fyrir utanfélagsfólk.
Greiðsla þarf að berast fyrir 1. febrúar 2013 þar sem greiða þarf fyrir matinn áður en hann fer frá Íslandi. Athugið að miðaverði er haldið í algjöru lágmarki.
Við viljum benda á PlusGiro-númer Íslendingafélagsins fyrir þá sem vilja ganga í félagið, vinsamlegast greiðið félagsgjaldið inná: PlusGirot 40 39 35-0.
Og ekki gleyma að setja nafn í skilaboð svo við vitum hver greiðandinn er.
Greiðsla fyrir miða á þorrablótið greiðist fyrir 1. febrúar inná: BankGiro: 5602-1306
Gully-Siggi HB Tilgreinið skýrt og greinilega nafn greiðanda.
Prince Palace
Veddestavägen 13
Järfälla
08-760 42 36
www.princepalace.se karta
Hlökkum til að sjá sem flesta koma og njóta einstakrar skemmtunar og samveru
Kær kveðja stjórnin.