Kirkjukór Grafarvogskirkju kemur til Stokkhólms í lok september

Kór Grafarvogskirkju mun halda tvenna tónleika í Stokkhólmi:  í Katarinakyrka á Södermalm
kl. 19:00 laugardaginn þann 29. september og í Nacka Kyrka ( í Finntorp )
daginn eftir, sunnudaginn 30. september kl. 18:00.   Á síðari tónleikunum
kemur einnig fram Nacka Ungdomskör, undir stjórn Gunilla Werner og Daniel
Möller.    Fyrr þann daginn mun kórinn einnig syngja við messu í Nacka
kyrka kl. 11:00.   Þar predika og þjóna fyrir altari, prestarnir Guðni
Agnarsson ( prestur í Nacka församling ) og sr. Guðrún Karls Helgudóttir
( prestur í Grafarvogskirkju ).

Stjórnandi Kirkjukórs Grafarvogskirkju er Hákon Leifsson.  Undirleikari hjá
kórnum er Hilmar Örn Agnarsson.

Aðalfundur og Fjölskyldusamvera

Kæru félagar!

hamar Eins og áður hafði verið auglýst verður aðalfundur félagsins haldinn 24. apríl n.k. Þar sem sendiráð Íslands er lokað þennan dag verður fundurinn haldinn á Scandic Grand Central hótelinu á Kungsgatan 70, 111 20 Stockholm. Fundurinn hefst kl. 18:00 og verður haldinn á barsvæðinu fyrir innan Teaterbrasseriet á jarðhæðinni.

Hvetjum við við alla sem áhuga hafa á félagsstörfunum að mæta á fundinn, eða hafa samband á info (at) islendingafelagid.se

Vonumst til að sjá sem flesta.

+++++++++++++

26. apríl

Við viljum nota tækifærið til að minna á að síðasta fjölskyldusamveran á þessari önn sem séra Ágúst stýrir verður haldin laugardaginn 26. apríl.

kirkjanKirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í Djurgårdskyrkan laugardaginn 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Hressing, kaffi og spjall eftir helgistundina.

Umsjón hafa Ágúst Einarsson prestur og Brynja Guðmundsdóttir píanóleikari í samvinnu við stjórn Íslendingafélagsins.

Djurgårdskyrkan er á Djurgårdsvägen 74, Södra Djurgården. Kirkjan er við hliðina á inngangi að Gröna Lund.

Verið velkomin!

Stjórnin