Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi, 21. apríl 2015

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi þriðjudaginn  21. apríl kl. 17:00, í fundarherbergi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Kommendörsgatan 35 á Östermalm (T-bana Karlavägen). Boðið verður uppá kaffi og köku.

Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að ferskir og öflugir kraftar bjóði sig fram í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi og upplýsingaþjónustu þeirri, sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Solveig Edda Cosser, Kristín Rannveig Snorradóttir, Guðríður Margrét Kristjánsdóttir og Dögg Gunnarsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa en óskum við gjarnan eftir ferskum og kraftmiklum einstaklingum til starfa næsta stjórnarár.

 Ef ÞÚ finnur kallið er ekki eftir neinu að bíða!

Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá)islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður.

Jólaball Íslendingafélagsins 2014

Jólaball Íslendingafélagsins verður haldið í safnaðarheimil Danderydskirkju, Angatyrvägen 39, Djursholm, sunnudaginn 7. desember kl. 14. xmas

Jólaballið verður með hefðbundnum hætti með dansi í kringum jólatréð, söng og jafnvel sveinkaheimsókn frá Íslandi! Að dansi loknum verður kaffihlaðborð í pálínustíl; allir gestir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér eitthvað girnilegt framlag á hlaðborðið. Íslendingafélagið mun bjóða upp á drykkjarföng, brauð og létt álegg.

Til að standa undir kostnaði við salarleiguna mun verða hófstillt gjald inn á ballið, 150 sek fyrir fjölskyldu/ 50 kr fyrir einstakling. Minnum við ykkur sérstaklega á að koma með reiðufé. Happdrættismiði verður innifalin í verðinu fyrir hverja fjölskyldu og verður happdrættið haldið í lok ballsins.

Foreldrar athugið! Til að auðvelda það að sveinki gefi hverju barni gjöf sem hentar má koma með lítinn pakka kyrfilega merktum því barni sem á að fá pakkann. Í fatahenginu við innganginn á kirkjunni verður poki sveinka staðsettur þar til ballið hefst og þangað verður hægt að lauma pökkunum svo lítið beri á. bells

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.
Kveðjur,
Stjórn íslendingafélagsins