Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 2017

Ágætu Íslendingar í Stokkhólmi!

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 17:00, í embættisbústað sendiherra Íslands, Strandvägen 15, 114 56 Stokkhólmi.
hamarÍslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að á meðal ykkar leynist ferskir og öflugir kraftar sem hafa áhuga á að vera með í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi þess og upplýsingaþjónustu þeirri sem vænst er af Íslendingafélaginu. Ljóst er að margir núverandi stjórnarmeðlimir íslendingafélagsins munu af margs konar völdum ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni og því afar mikilvægt að nýtt fólk komi að starfinu.
Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá) islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.
Fyrir hönd stjórnarinnar
Dögg Gunnarsdóttir formaður.

 

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 2016

Ágætu Íslendingar í Stokkhólmi!

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi mánudaginn 23. maí 2016 kl. 17:00, í embættisbústað sendiherra Íslands, Strandvägen 15, 114 56 Stokkhólmi.
Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að að á meðal ykkar leynist ferskir og öflugir kraftar sem hafa áhuga á að vera með í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi þess og upplýsingaþjónustu þeirri sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Hafir þúhamar áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá) islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Dögg Gunnarsdóttir formaður.

Haustdagskrá 2015

Sælir
Íslendingar,

Eftir góða byrjun
á starfinu í haust með fjölmennum barnahittingi um miðjan september með rúmlega
80 þátttakendum, skemmtilegri sveppatínsluferð og fjölmennu bjórkvöldi, kemur
loksins dagskráin fyrir aðra viðburði haustsins.

Haustdagskrá
Íslendingafélagsins í Stokkhólmi árið 2015

10. október – Sunnudagaskóli kl. 12
á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

17. október – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

14. nóvember – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

21. nóvember – Sunnudagaskóli kl. 12 á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

26. desember – Jólaball kl. 14:00 í Danderydskyrkan

Við hvetjum alla til að skoða facebook síðu félagsins – Íslendingar í Stokkhólmi þar sem settar eru inn áminningar um
viðburði og frekar upplýsingar eru veittar, ásamt mögulegum breytingum. Einnig
bendum við ykkur á skrá ykkur á póstlista félagsins en við sendum út áminningar
um viðburði og gagnlegar upplýsingar.

Einnig hvetjum við þá sem áhuga hafa á félagsstörfunum að hafa samband við
okkur. Nýjar og ferskar hugmyndir eru ávalt velkomnar og margar hendur vinna
létt verk J

Ný bloggsíða félagsins er http://islendingafelag.blogspot.se/
þar sem við munum birta upplýsingar um dagskrána, auglýsingar um viðburði og
annað gagnlegt.

Bestu kveðjur,

Stjórnin