Um dagskrá Íslendingafélagsins

Sælir allir Íslendingar,

Við viljum byrja á að þakka fyrir skemmtilegt haust með barnahittingum, prjónahittingum og halloween- og jólaböllunum sem vöktu mikla lukku. Í byrjun febrúar hófum við vorstarfið með prjónahittingi þar sem nokkrar íslenskar konur mættu með prjónana og góða skapið. Hér að neðan má svo sjá dagskrána fyrir vorið 2014.

  • 8. mars – Fjölskyldumessa – Séra Ágúst kemur frá Gautaborg til að halda fjölskyldumessu fyrir Íslendinga í Stokkhólmi. Kl. 11 en staðsetningin verður auglýst fljótlega.
  • 15. mars – Prjónahittingur á Espressohouse á Birger Jarlsgatan.
  • 5. apríl – Fjölskyldumessa.
  • 23. apríl – Aðalfundur, staðsetning auglýst síðar. 26. apríl – Fjölskyldumessa.
  • 3. maí – Prjónahittingur á Espressohouse á Birger Jarlsgatan.
  • 24. maí – Barnahittingur úti – staðsetning auglýst síðar.
  • 15. júní – Þjóðhátíðarskemmtun

Vinsamlegast athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist okkur varðandi það hvort þorrablót/árshátíð verði haldin núna á vormánuðum. Eftir miklar vangaveltur og umræður höfum við tekið þá ákvörðun að ekki sé tímabært fyrir okkur að standa að svo stórum viðburði núna. Stefnum við að því að halda skemmtun í haust í staðinn. Ástæðurnar fyrir þessu er margþættar en vegur fjárhagsstaða félagsins og staða stjórnarinnar þar mest. Frá því að núverandi stjórn tók við félaginu fyrir ári síðan höfum við unnið að því að byggja upp starfið og styrkja fjárhagsstöðu félagsins, sem enn er ekki nægilega sterk til að geta staðið undir kostnaðarsamri skemmtun. Stjórnarmenn stýra félaginu í frítíma sínum og er staðan sú að nú eiga tvær í stjórninni von á barni á næstu mánuðum. Góð skipulagning á svona stórum viðburði krefst mikillar vinnu og getum við ekki ábyrgst það að geta sinnt því sem skildi eins og staðan er núna. Vonumst við til þess að allir skilji þessa afstöðu okkar og taki vel í þá ákvörðun að halda skemmtun á haustmánuðum, enda kominn tími á slíka skemmtun fyrir Íslendinga í Stokkhólmi!

Viljum við benda ykkur á Facebook síðu Íslendinga í Stokkhólmi þar sem við m.a. birtum áminningar fyrir viðburði og bætum við nauðsynlegum upplýsingum.

Endilega hafið samband við stjórnina á info@isledingafelagid.se ef þið hafið einhverjar ábendingar/athugasemdir.

Stjórnin

Hrekkjavökuball

Stjórn Íslendingafélagsins í Stokkhólmi auglýsir hér með að Hrekkjavökuball verður haldið í safnaðarheimili Danderydskirkju sunnudaginn 27. október kl. 14:00.

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá þar bæði litlar og stórar vampýrur, nornir, varúlfa og önnur furðufyrirbæri.

Skipulagðir hafa verið ýmsir leikir fyrir börnin og heljarmikið dansiball (jafnvel með diskókúlu!) sem börn á öllum aldri geta tekið þátt í.  Veitingar verða í hrekkjavökuanda; kirkjugarðskaka, horsúpa, blóðdrykkur og svo framvegis…

Við hvetjum að sjálfsögðu pabba og mömmu til að mæta líka uppáklædd, amk með hatt eða grímu svona uppá stemmninguna !

Staður og stund: Sunnudagurinn 27. október, kl. 14-17, Församlingens Hus, Angantyrvägen 39, 182 54 Djursholm.

Til að tryggja sér (og börnum sínum) aðgang að þessu spúkíballi má greiða inn á reikning Íslendingafélagsins Plus Girot 40 39 35-0 og senda svo staðfestingu um greiðsluna ásamt nafni og fjölda barna/fullorðina á info@islendingafelagid.se  

Einnig er hægt að senda póst á info@islendingafelagid.se og láta vita fjölda fullorðna og fjölda barna og staðgreiða svo við inngang.

Miðaverð er 30,-SEK á haus (stóran eða lítinn) eða 100 SEK fyrir fjölskyldu.

Síðasti dagur til að fyrirframskrá sig og greiða inn á reikningin er miðvikudagurinn 23. október.

halloween