Haustdagskrá 2015

Sælir
Íslendingar,

Eftir góða byrjun
á starfinu í haust með fjölmennum barnahittingi um miðjan september með rúmlega
80 þátttakendum, skemmtilegri sveppatínsluferð og fjölmennu bjórkvöldi, kemur
loksins dagskráin fyrir aðra viðburði haustsins.

Haustdagskrá
Íslendingafélagsins í Stokkhólmi árið 2015

10. október – Sunnudagaskóli kl. 12
á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

17. október – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

14. nóvember – Prjónakaffi kl. 11:30 á Espressohouse á Birger Jarlsgatan

21. nóvember – Sunnudagaskóli kl. 12 á laugardegi í Olaus Petri Kyrkan

26. desember – Jólaball kl. 14:00 í Danderydskyrkan

Við hvetjum alla til að skoða facebook síðu félagsins – Íslendingar í Stokkhólmi þar sem settar eru inn áminningar um
viðburði og frekar upplýsingar eru veittar, ásamt mögulegum breytingum. Einnig
bendum við ykkur á skrá ykkur á póstlista félagsins en við sendum út áminningar
um viðburði og gagnlegar upplýsingar.

Einnig hvetjum við þá sem áhuga hafa á félagsstörfunum að hafa samband við
okkur. Nýjar og ferskar hugmyndir eru ávalt velkomnar og margar hendur vinna
létt verk J

Ný bloggsíða félagsins er http://islendingafelag.blogspot.se/
þar sem við munum birta upplýsingar um dagskrána, auglýsingar um viðburði og
annað gagnlegt.

Bestu kveðjur,

Stjórnin

17. Júní fögnuður þann 14. Júní

Þá styttist í þjóðhátíðarfögnuð Íslendingafélagsins þann 14. júní 2015!

Í ár fögnum við í fallegu Edsviken í Sollentuna. Sjá nánar um staðsetningu hér: http://www.edsvik.se/ Þar eru næg ókeypis bílastæði fyrir þá sem koma með bíl og einnig er auðvelt aðgengi með almenningssamgöngum, sjá nánar hér: HITTA TILL EDSVIKÍslenski fáninn

Við byrjum á skrúðgöngu kl 14:00 (við verðum með fána svo þið finnið okkur) gaman ef þið gætuð tekið með trommur, potta, skeiðar eða annað sniðugt. Við munum ganga saman frá Oxstallet og niður að flötinni þar sem hátíðarhöldin fara fram. Þá mun lítill nýstofnaður krakkasönghópur syngja þrjú lög.

Það verður andlitsmálning á staðnum og við seljum grillaðar SS pylsum, fána og íslenskt sælgæti (munið reiðufé). Við hvetjum alla til að taka með drykki en verðum einnig með drykki til sölu. Á staðnum er einnig veitingasala og aðstaða til að borða nesti inni fyrir þá sem vilja það.

Við höfðum hugsað okkur að fara í gömlu íslensku leikina (hlaup í skarðið, inn og út um gluggann, fram fram fylking…).

Rúsínan í pylsuendanum er víðavangshlaup þar sem keppt verður í 3 aldurflokkum (frá 5 ára) bæði í stúlkna og drengjaflokki.

Hlaðið nú picknick körfuna með kaffi, teppi og góðgæti og gerið ykkur glaðan dag með okkur kæru landar 🙂

Hvenær: 14. júní kl. 14:00

Hvar: Edsviken í Sollentuna http://www.edsvik.se/

Taka með: Reiðufé, teppi, picknick körfu

Endilega fylgist einnig með á Facebook – 17. júní fagnaður Íslendingafélagsins til að frá frekari upplýsingar og fylgjast með

Sjáumst öll sem eitt
Stjórnin

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi, 21. apríl 2015

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi þriðjudaginn  21. apríl kl. 17:00, í fundarherbergi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi, Kommendörsgatan 35 á Östermalm (T-bana Karlavägen). Boðið verður uppá kaffi og köku.

Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að ferskir og öflugir kraftar bjóði sig fram í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi og upplýsingaþjónustu þeirri, sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Solveig Edda Cosser, Kristín Rannveig Snorradóttir, Guðríður Margrét Kristjánsdóttir og Dögg Gunnarsdóttir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa en óskum við gjarnan eftir ferskum og kraftmiklum einstaklingum til starfa næsta stjórnarár.

 Ef ÞÚ finnur kallið er ekki eftir neinu að bíða!

Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá)islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður.