Kirkjukór Grafarvogskirkju kemur til Stokkhólms í lok september

Kór Grafarvogskirkju mun halda tvenna tónleika í Stokkhólmi:  í Katarinakyrka á Södermalm
kl. 19:00 laugardaginn þann 29. september og í Nacka Kyrka ( í Finntorp )
daginn eftir, sunnudaginn 30. september kl. 18:00.   Á síðari tónleikunum
kemur einnig fram Nacka Ungdomskör, undir stjórn Gunilla Werner og Daniel
Möller.    Fyrr þann daginn mun kórinn einnig syngja við messu í Nacka
kyrka kl. 11:00.   Þar predika og þjóna fyrir altari, prestarnir Guðni
Agnarsson ( prestur í Nacka församling ) og sr. Guðrún Karls Helgudóttir
( prestur í Grafarvogskirkju ).

Stjórnandi Kirkjukórs Grafarvogskirkju er Hákon Leifsson.  Undirleikari hjá
kórnum er Hilmar Örn Agnarsson.

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 2017

Ágætu Íslendingar í Stokkhólmi!

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 17:00, í embættisbústað sendiherra Íslands, Strandvägen 15, 114 56 Stokkhólmi.
hamarÍslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að á meðal ykkar leynist ferskir og öflugir kraftar sem hafa áhuga á að vera með í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi þess og upplýsingaþjónustu þeirri sem vænst er af Íslendingafélaginu. Ljóst er að margir núverandi stjórnarmeðlimir íslendingafélagsins munu af margs konar völdum ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni og því afar mikilvægt að nýtt fólk komi að starfinu.
Hafir þú áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá) islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.
Fyrir hönd stjórnarinnar
Dögg Gunnarsdóttir formaður.

 

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Stokkhólmi 2016

Ágætu Íslendingar í Stokkhólmi!

Boðað er til aðalfundar Íslendingafélagsins í Stokkhólmi mánudaginn 23. maí 2016 kl. 17:00, í embættisbústað sendiherra Íslands, Strandvägen 15, 114 56 Stokkhólmi.
Íslendingum í Stokkhólmi fer fjölgandi og við vonum að að á meðal ykkar leynist ferskir og öflugir kraftar sem hafa áhuga á að vera með í stjórn félagsins til þess að halda uppi starfi þess og upplýsingaþjónustu þeirri sem vænst er af Íslendingafélaginu.

Hafir þúhamar áhuga á að leggja hönd á plóg og starfa í stjórn Íslendingafélagsins en sérð þér ekki fært að koma á aðalfundinn, hvetjum við þig til að vera í sambandi (info (hjá) islendingafelagid.se) og gefa kost á þér. Framboð verður þá lagt fram fyrir þína hönd á aðalfundinum.

Fyrir hönd stjórnarinnar

Dögg Gunnarsdóttir formaður.